Fundargerð - 24. október 2006

Dagskrá fundar:

  1. Félagsstarf aldraðra
  2. Gerð jafnréttisáætlunar fyrir Hörgárbyggð
  3. Önnur mál

 

  1. Unnar viðraði þá hugmynd að koma á fót einhverskonar starfi fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu, t.d með því að bjóða þeim í sund, síðan yrði hægt að fara upp í skóla í mat og einhverskonar starf eftir það jafnvel í samvinnu við nemendur skólans, tölvukennslu, myndmennt, handverk, söngur eða spila spil. Í fyrra var búið hafa samband við séra Gylfa Jónsson og var hann þá tilbúinn til að leiða svona starf að einhverju leyti. Ákveðið að vinna í þessu áfram og hafa jafnframt samband við Arnarneshrepp og athuga hvort áhugi sé hjá þeim að koma á svona starfi með okkur.

 

  1. Guðmundur kynnti gerð jafnréttisáætlunar, skoðaðar voru jafnréttisáætlanir frá nokkrum sveitarfélögum í landinu, nú þurfum við að vera búin að skila jafnréttis áætlun fyrir Hörgárbyggð fyrir maílok 2007. Málið rætt með það að leiðarljósi að skoða vel málefni innflytjenda og hvernig við getum tekið á móti þeim. Nefndarmönnum falið að skoða hvað sveitarfélögin í kring um okkur eru að gera og koma með eina til tvær hugmyndir að áætlunum fyrir Hörgárbyggð fyrir næsta fund.

 

  1. Trúnaðarmál.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:45

 

Mætt voru:

Unnar Eiríksson

Guðjón Rúnar Ármannsson

Jóhanna María Oddsdóttir

Guðmundur Sigvaldason