Samningur um könnun á sameiginlegri fráveitu

Nýlega sömdu Hörgárbyggð og Akureyrarbær sameiginlega við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf (VST hf) um að finna sameiginlega lausn á frárennslismálum fyrir Skógarhlíðarhverfi í Hörgárbyggð og Grænhólssvæðið á Akureyri. Gera á áætlun um magn frárennslis að hugsanlegri dælustöð og gera frumtillögur að legu lagna að og frá henni og tillögur að fyrirkomulagi í dælustöðinni. Einnig á gera frumkostnaðaráætlun fyrir verkið og gera tillögu að kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna ef af framkvæmdum verður. Endanlegar tillögur um þessi atriði eiga að liggja fyrir í febrúar 2007.