Gráa svæðið, gallerý

Í Þelamerkurskóla er rekið gallerýið "Gráa svæðið". Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndmenntakennari, á allan heiður af gallerýinu. Þar sýnir núna Bjarni Sigurbjörnsson, sem hefur skapað sér sérstöðu á Íslandi með kraftmiklum abstrakt málverkum á plexigler. Á undan Bjarna sýndi Arnfinna Bjönsdóttir, Siglufirði, klippimyndir á Gráa svæðinu. Í desember verður þar Þjóðverjinn Jan Voss, konsept-listamaður sem á hús á Hjalteyri og er þar talvert. Fyrsta sýningin eftir áramótin verður frá Stefáni Boulter, sem býr á Akureyri.