Fréttir

Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis auglýst

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi nýs verslunar- og þjónustusvæðis við Lækjarvelli í Hörgárbyggð. Svæðið er austan við hringveg nr. 1 og norðan Blómsturvallavegar, u.þ.b. 1 km norðan við Húsasmiðjuna. Svæðið er 17,5 ha að stærð og þar er gert er ráð fyrir 21 lóð, af ýmsum stærðum og gerðum. Athugasemdafrestur við deiliskipulagstillöguna er til 30. maí...

Aðalskipulag - drög

Unnið er að gerð aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð og nú er hægt að skoða drög að aðalskipulagstillögu hér á heimasíðunni, sjá hér. Á sama stað er hægt að smella á ýmsa skýringaruppdrætti sem gerðir hafa verið í tengslum við aðalskipulagsgerðina....

Styrkur til Gásaverkefnisins

Í gær var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til þess að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum. Styrkurinn hljóðar upp á 2 millj. kr. og kemur til viðbótar styrk frá sama aðila upp á 3 millj. kr. sem veittur var í fyrra. Samkomulagið var gert við athöfn sem fram fór á veitingahúsinu Friðrik V. á Akureyri.Smíði snyrtinganna verður lokið í lok apríl og fljótlega eftir...

Árshátíð Þelamerkurskóla

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 29. mars kl. 20, verður árshátíð Þelamerkurskóla haldin í Íþróttahúsinu á Þelamörk. Þar munu nemendur 9. og 10. bekkja skólans sýna leikritið Öskubuska undir leikstjórn Önnur Rósu Friðriksdóttur og Sigríðar Guðmundsdóttur. Auk þess verða á árshátíðinni ýmis skemmtiatriði, tónlist, dans og svo kaffiveitingar. Aðgangseyrir er 800 kr. fyrir 6 ára og eldri. Kaf...

Heimaslóð komin út

Komið er út 8. hefti af ritinu Heimaslóð sem hefur undirtitilinn "Árbók hreppanna í Möðruvallaklaustursprestakalli". Að þessu sinni er ritið að mestu helgað Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Birt eru fjögur erindi um Steindór sem flutt voru á hátíð sem haldin var þegar öld var liðin frá fæðingu hans árið 2002.Einnig eru m.a. birt nokkur bréf sem hann skrifaði feðgunum á Hlöðum, þeim Stefáni...

Frumsýning í kvöld

Í kvöld frumsýnir Leikfélag Hörgdæla á Melum leikritið Síldin kemur og síldin fer eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er gamanleikur með söngvum og lifandi tónlist og fjallar um farandverkafólk á síldarárunum, sorgir þeirra og gleði, ástir, afbrýði og samskipti við heimafólk.Rauði þráðurinn er togstreitan milli síldar­spekúlantsins og erfingja landsins sem planið stendur...

Samstarfshópur um skipulagsmál

Myndaður hefur verið samstarfshópur Hörgárbyggðar og Akureyrarbæjar um skipulagsmál. Honum er ætlað að vera samráðsvettvangur um framtíðarskipulag á sveitarfélagamörkunum, þar sem byggð hefur verið að aukast á undanförnum árum. Meðal þess sem hópurinn mun ræða eru gatnatengingar milli Grænhólssvæðis og Skógarhlíðarhverfis og hugmyndir um ný íbúðahverfi á landareignum Akureyrarbæjar í Hör...

Bingó í Hlíðarbæ í kvöld

Í kvöld, 16. mars, kl. 20:00-23:00 verður bingó í Hlíðarbæ. Fullt af flottum vinningum og kaffihlaðborð á 500 kr. Dúddabúð verður að sjálfsögðu opin. Allir velkomnir. 1 spjald kostar 300 kr., 2 spjöld 500 kr., 3 spjöld 700 kr. og 4 spjöld 800 kr. Með kveðju og von um að sem flestir komi. Ferðasjóður 9. og 10. bekkja í Þelamerkurskóla....

Fífilbrekkuhátíð 2007 verður 15. júní

Í haust verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og þess verður minst með ýmsum hætti á árinu. Fífilbrekkuhátíð 2007 verður haldin síðdegis föstudaginn 15. júní. Þá verður m.a. tekin í notkun fræðimannsíbúð á Hrauni í Öxnadal og fyrsti gesturinn flytur þar inn. Sama dag er gert ráð fyrir að opna fólkvang í landi Hrauns. Þá er einnig...

Viðbygging leikskólans tekin í notkun

Í dag er fyrsti dagurinn í nýju húsi hjá börnunum á leikskólanunum Álfasteini. Húsið sem er viðbygging við leikskólann hefur verið í byggingu síðan í júlí sl. Á laugardaginn fluttu starfskonur húsgögn og muni úr eldri hlutanum í viðbygginguna. Nú taka við breytingar á eldri hlutanum sem miða það því að gera báða hlutana að einni heild. Þar verður pláss fyrir 30 börn, en í eldri hlutanum rúmuð...