Folaldasýning Framfara

Á morgun, 16. janúar, verður haldin árleg folaldasýning Framfara í nýrri og glæsilegri reiðhöll að Björgum. Gerð verður veglega skrá fyrir sýninguna, þar sem fram koma foreldrar folaldanna og einkunnir foreldra, ef sýndir.
Skráningargjald er kr. 500 á hvert folald. Þátttökurétt hafa öll folöld í eigu Framfarafélaga.
Skráning fyrir kl. 21:00 í kvöld, föstudaginn 15. janúar, hjá Önnu Guðrúnu í síma 893 9579 og í netfang agg@bondi.is.
Fyrir þau folöld sem ekki eru þegar grunnskráð er nú tækifæri á að láta grunnskrá um leið.  Sýningin hefst kl. 13 og eru allir að sjálfsögðu velkomnir.