Fréttasafn

Umferðarmerki á Lónsbakka

Nýlega tóku gildi nýjar reglur um umferð á Lónsbakka. Hámarkshraði í Skógarhlíð og Birkihlíð er nú 30 km/klst og biðskylda er þegar ekið er frá þeim götum inn á Lónsveg, sem nú hefur 50 km hámarkshraða. Sett hafa verið upp umferðarmerki sem sýna þessar reglur. Með nýju reglunum er vonast til að umferðaröryggi á svæðinu aukist, sem er mjög mikilvægt m.a. vegna þess að þar býr fjöldi ungra...

Aðalskipulagstillaga samþykkt

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar í gær var auglýst tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 samþykkt með nokkrum breytingum vegna athugasemda sem bárust við það fyrir lok athugasemdafrests, sem rann út 8. september 2008. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður fjallað um þau sjö erindi sem bárust og fólu í sér athugasemdir við tillöguna. Nefndin gerði tillögu að afgreiðslu a...

Fundargerð - 15. október 2008

Miðvikudaginn 15. október 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 31. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &...

Fundargerð - 10. október 2008

Föstudaginn 10. október 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:30.   Fyrir var tekið:   1.  Staða framkvæmda Framkvæmdir eru í stórum dráttum á áætlun, en minni potturinn er á eftir áætlun. &n...

Fundargerð - 29. september 2008

Mánudaginn 29. september 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, og Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi aðalskipulags Hörgárbyggðar.   Þetta gerðist:   1. Hólar, frístundabyggð Lagt fram tölvubréf, dags. 26. se...

Endurbæturnar í Hlíðarbæ á fullu

Endurbætur á anddyri og snyrtingum Hlíðarbæjar, sem hófust í júlí ganga vel. Lokið er breytingum á veggjum, flísalögn er á lokastigi, málun er hafin og verið er að setja karma í dyragötin. Í dag voru smiðir og múrarar önnum kafnir við framkvæmdirnar, sjá hér til vinstri og á mynd sem birtist með þegar smellt er á  meira. . Áætlað er að endurbótunum ljúki í næsta mánuð...

Fundargerð - 08. september 2008

Miðvikudaginn 20. ágúst 2008 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 30. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &nb...

Sundlaugarframkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir við endurbætur á sundlauginni á Þelamörk ganga vel. Tækjahús hefur verið steypt og gufubaðsklefi ofan á það. Lagnavinnan er í fullum gangi. Breytingar á sundlaugarkerinu ganga skv. áætlun.  Síðan verða tveir heitir pottar steyptir. Stálstaurar í skjólgirðingu eru komnir á staðinn. Áætlað er að verkinu ljúki 1. desember nk. Aðalverktaki er B. Hreiðarsson ehf....

Gangnaseðlar komnir út

Fyrstu göngur í Hörgárbyggð þetta árið verða 10.-14. sept. Lokið er niðurröðun gangnadagsverka og gangnaseðlar verða sendur fjáreigendum á næstu dögum. Fjallskilum í sveitarfélaginu er skipt í þrjár deildir, Glæsibæjardeild, Skriðudeild og Öxnadalsdeild. Gangnaseðil hverrar deildar er hægt að skoða hér á heimasíðunni, smella hér. Heildarfjöldi gangnadagsverka í Hörgárbyggð í haust er 392...

Fundargerð - 28. ágúst 2008

Fimmtudagskvöldið 28. ágúst 2008 kom fjallskilanefnd Hörgárbyggðar saman til fundar á Staðarbakka mættir: Guðmundur Skúlason, Aðalsteinn H Hreinsson og Stefán L Karlsson.   Eftirfarandi fært til bókar á fundinum:   1.      Skrifað undir fundargerð síðasta fundar. 2.      Borist hafa beiðnir frá eigendum sauðfjár á jörðunum: Árhvammi, Bit...