Endurbæturnar í Hlíðarbæ á fullu

Endurbætur á anddyri og snyrtingum Hlíðarbæjar, sem hófust í júlí ganga vel. Lokið er breytingum á veggjum, flísalögn er á lokastigi, málun er hafin og verið er að setja karma í dyragötin.

Í dag voru smiðir og múrarar önnum kafnir við framkvæmdirnar, sjá hér til vinstri og á mynd sem birtist með þegar smellt er á  meira. . Áætlað er að endurbótunum ljúki í næsta mánuði.