Sundlaugarframkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir við endurbætur á sundlauginni á Þelamörk ganga vel. Tækjahús hefur verið steypt og gufubaðsklefi ofan á það. Lagnavinnan er í fullum gangi. Breytingar á sundlaugarkerinu ganga skv. áætlun.  Síðan verða tveir heitir pottar steyptir. Stálstaurar í skjólgirðingu eru komnir á staðinn. Áætlað er að verkinu ljúki 1. desember nk. Aðalverktaki er B. Hreiðarsson ehf.