Gangnaseðlar komnir út

Fyrstu göngur í Hörgárbyggð þetta árið verða 10.-14. sept. Lokið er niðurröðun gangnadagsverka og gangnaseðlar verða sendur fjáreigendum á næstu dögum. Fjallskilum í sveitarfélaginu er skipt í þrjár deildir, Glæsibæjardeild, Skriðudeild og Öxnadalsdeild. Gangnaseðil hverrar deildar er hægt að skoða hér á heimasíðunni, smella hér.

Heildarfjöldi gangnadagsverka í Hörgárbyggð í haust er 392, þar af er 201 gangnadagverk í fyrstu göngum. Dagsverkunum er jafnað niður á 5.147 kindur og fjölgaði þeim um 30 frá haustinu 2007.