Umferðarmerki á Lónsbakka

Nýlega tóku gildi nýjar reglur um umferð á Lónsbakka. Hámarkshraði í Skógarhlíð og Birkihlíð er nú 30 km/klst og biðskylda er þegar ekið er frá þeim götum inn á Lónsveg, sem nú hefur 50 km hámarkshraða. Sett hafa verið upp umferðarmerki sem sýna þessar reglur.

Með nýju reglunum er vonast til að umferðaröryggi á svæðinu aukist, sem er mjög mikilvægt m.a. vegna þess að þar býr fjöldi ungra barna. Frumkvæði að þessum ráðstöfunum átti Anna Dóra Gunnarsdóttir, sem býr í Birkihlíð.