GSM-samband á Öxnadalsheiði

Í dag og á morgun mun Síminn setja upp GSM-stöðvar í Öxnadal og á Öxnadalsheiði. Með þessum nýju stöðvum bætast við tæplega 20 km af þjóðvegi þar sem er GSM samband frá Símanum. Þar með eru öll heimili í Hörgárbyggð með GSM-samband frá báðum farsímafyrirtækjunum. Þá eru vegfarendur efst í Öxnadal og á Öxnadalsheiði betur settir en áður ef þeir lenda þar í vandræðum, t.d. vegna veðurs, með þessum nýju stöðvum.