Fundargerð - 30. nóvember 2006

Fimmtudaginn 30. nóvember 2006 kl. 15:45 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Anna Lilja Sigurðardóttir og Guðmundur Sigvaldason sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007

Lagt fram uppkast að fjárhagsáætlun ársins 2007 fyrir Þelamerkurskóla. Framkvæmdanefndin leggur til að framlög aðildarsveitarfélaganna vegna reksturs á árinu 2007 verði alls 84.000.000 kr. og vegna endurnýjunar á leiksvæði verði veitt alls 3.500.000 kr., og auk þess fari 1.000.000 kr. af leigutekjum til leiksvæðisins. Ákvörðun um ráðstöfun annarra leigutekna verði tekin síðar.

 

2.  Hönnun leiksvæðis

Ákveðið að ráðstafa kr. 500.000 á bókhaldsliðnum 9162-432109 (ÞMS rekstur húsnæðis, verkfræðiþjónusta) á árinu 2006 til frumhönnunar á leiksvæðinu við skólann, þ.m.t. sparkvöllurinn. Gert er að fyrir að leitað verði til landslagsarkitekta hjá Landmótun um verkefnið.

 

3. Endurnýjun á kennslutölvum

Kennslutölvur skólans þarfnast endurnýjunar. Lögð fram áætlun um rekstrarleigusamning til þriggja ára um

  • 5 borðtölvur
  • 1 prentara
  • 4 fartölvur
  • 14 fartölvur í hleðsluskáp
  • 2 skjávarpa

Ákveðið að vísa ákvörðun um endurnýjun á kennslutölvum til afgreiðslu hjá sveitarstjórnunum.

 

Fleira gerðist ekki fundi – fundi slitið kl. 17:20.