199 ár frá fæðingu Jónasar

Í gær, 16. nóvember, voru 199 ár liðin frá því að listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fæddist á Hrauni í Öxnadal. Nú er sú jörð í eigu menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf. sem hefur staðið fyrir endurbótum á íbúðinni á jörðinni og fleiri lagfæringum. Næsta vor er ráðgert að opna þar minningarstofu um Jónas og taka í notkun fræðimannsíbúð. Þá verður fleira gert til að minnast 200 ára afmælis Jónasar.