Dreifar af dagsláttu

Leiklesin skemmtidagskrá úr smiðju Kristjáns frá Djúpalæk með lifandi tónlist verður á Melum í Hörgárdal laugardaginn 18. nóv. kl. 20:30 og sunnudaginn 19. nóv. kl. 15:00, sjá nánar með því að smella hér. Kaffihúsastemming verður á staðnum og er fólk hvatt til að sleppa ekki þessu tækifæri til að eiga notalega stund með góðum listamönnum.