Fréttir

Aðalskipulagstillaga auglýst

Tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar liggur nú frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og auglýst hefur verið eftir hugsanlegum athugasemdum við hana. Ekki hefur verið í gildi neitt aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð svo að um er að ræða merkan áfanga í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst haustið 2005 og hefur hún staðið með hléum síðan. Athugasemdafres...

Vegir endurbættir

Hafin er vinna við endurbyggingu á 4,5 km löngum kafla á Dagverðareyrarvegi, frá Hringvegi að Hellulandi. Verkinu lýkur með klæðningu á veginn. Því mun ljúka síðsumars. Verktaki er GV-gröfur ehf. á Akureyri. Þá styttist í að hafin verði endurbygging Hörgárdalsvegar frá Björgum að Skriðu. Samið hefur verið við Árna Helgason ehf., Ólafsfirði um fyrri áfanga verksins, sem er frá Björgum að Hólkoti. S...

Endurbætur sundlaugar hafnar

Í gær hófust framkvæmdir við umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni á Þelamörk. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið B. Hreiðarsson ehf. um að vinna verkið. Verksamningurinn hljóðar upp á 105,6 millj. kr. Í honum felst m.a. að byggja tækjaklefa, eimbað og tvo heita potta, breyta sundlaugarkarinu, setja upp ný stýrikerfi og bæta við öryggisbúnaði. Verkinu á að vera lokið 1....

Sláttur hafinn

Á miðvikudaginn byrjaði sláttur sumarsins í Hörgárbyggð, þegar slegið var á nokkrum bæjum. Tíðin hefur verið góð að undanförnu og spretta því víða orðin ágæt. Auðbrekku- og Þríhyrningsbændur voru að hirða í fyrstu rúllur sumarsins í dag og þá var myndin til vinstri tekin (stærri mynd undir). Þar sést að störfum splunkuný mjög öflug baggavél sem þeir eiga ásamt Stóra-Dunhagabændum....

Búfjárfjöldi í Hörgárbyggð

Skv. forðagæsluskýrslu vorið 2008 er heildarfjöldi búfjár í Hörgárbyggð alls 11.574. Stærsta kúabúið er á Bakka í Öxnadal. Þar eru 112 kýr, auk 139 annarra nautgripa. Næstflestar kýr eru á Dagverðareyri, 70 talsins. Þar eru 107 aðrir nautgripir. Alls eru kúabúin 20 að tölu. Stærsta sauðfjárbúið er á Staðarbakka í Hörgárdal. Þar voru 498 ær í vetur og auk þess 135 af öðru sauðfé. Lit...

Söfnun á baggaplasti

Síðasti söfnunardagur vetrarins á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð er 10. júní nk. Í sömu ferð verða áburðarpokar teknir til endurvinnslu. Aðgreina verður ytra og innra byrði pokanna og setja hvort byrðið í poka (ekki hafa þau laus). Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrra....

Endurbætur sundlaugar boðnar út

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbætur á sundlauginni í   Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Í útboðinu felst bygging tækjaklefa, eimbaðs og tveggja heitra potta, endurnýjun stýrikerfa og öryggisbúnaðar o.fl. Verkinu á að vera lokið 1. desember nk. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 5. júní nk. Útb...

Afgreiðslu ársreikninga er lokið

Afgreiðslu ársreikninga Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 er lokið. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var mjög góð á árinu. Afgangur frá rekstri var 66,5 millj. kr. sem er 26% af skatttekjum. Hluti fjárhæðarinnar er söluhagnaður eigna, en sé hann dregin frá er samt sem áður um verulegan afgang að ræða. Heildarfjárfesting á árinu var 56,8 millj. kr. Hún skiptist í meginatriðum í þrennt: stækkun leik...

Hjólbarðasöfnun tókst vel

Lokið er fyrsta verkefni í umhverfisátaki Hörgárbyggðar 2008. Söfnun ónýtra hjólbarða fór fram í gær og dag. Söfnunin fór fram úr björtustu vonum því að alls söfnuðust 7,5 tonn af hjólbörðum víðs vegar úr sveitarfélaginu. Í næstu viku verða svo settir gámar fyrir járnadrasl og timbur við Mela og Hlíðarbæ. Vonandi verða þeir fylltir hvað eftir annað, þannig að sem víðast verði hreinsað til. Sí...

Söfnun ónýtra hjólbarða

Á mánudaginn, 5. maí, verður öllum hjólbörðum í Hörgárbyggð, sem hafa lokið hlutverki sínu, safnað saman og settir í endurvinnslu. Hjólbarðana á að setja á áberandi stað nálægt vegi, þar sem auðvelt er fyrir kranabíl að ná þeim. Ef betur hentar að þeir séu sóttir heim að bæ, þarf að láta skrifstofu sveitarfélagsins vita um það í tíma. Skv. lögum er bannað að urða gúmmí og því má ekki setja hj...