Fréttir

Sjóvarnargarður boðinn út

Siglingastofnun hefur boðið út byggingu um 490 m langs sjóvarnargarðs á Hjalteyri. Tilboðsfrestur er til 11. nóvember nk. Verkinu á að vera lokið um miðjan mars á næsta ári. Síðast var það í febrúar 2008 sem mikið tjón varð í flóði sem gekk yfir eyrina, þar sem þá vantaði sjóvarnargarð, eins og þann sem nú verður byggður.Hér sést hvernig umhorfs var eftir flóðið:   ...

Árshátíðin á laugardaginn

Árleg sameiginleg árshátíð félaganna í Hörgársveit verður á laugardaginn, fyrsta vetrardag. Hún verður haldin í Hlíðarbæ, eins og undanfarin ár, og hefst kl. 19:45. Undir borðum verður vönduð dagskrá að vanda og hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi, svo að er rétt að tryggja sér miða í tíma. Það er gert með því að hringja í Gest í síma 690 7792, Guðmund í síma 462 6872&nb...

Með fullri reisn á Melum

Leikfélag Hörgdæla mun í vetur setja upp leikritið MEÐ FULLRI REISN eftir Terrence McNally í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikritið er byggt á frægri breskri bíómynd sem heitir The Full Monty. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Leikfélagið mun einnig halda námskeið í vetur, sem verða nánar auglýst síðar. Leikfélagið hélt aðalfund sinn 29. september sl. a...

Erindisbréf og samþykkt og stjórn og fundarsköp

Nú er lokið frágangi allra helstu formsatriða sem varða upphaf Hörgársveitar sem nýs sveitarfélags. Fyrr í mánuðinu staðfesti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar og í síðustu viku samþykkti sveitarstjórnin erindisbréf fyrir allar þær sex fastanefndir, sem heyra undir hana. Erindisbréfin og samþykktina um stjórn og fu...

Þjónandi forysta

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir verður með fyrirlestur sem nefnist "þjónandi forysta, nýr stjórnunarstíll fyrir skóla, sóknir og sveitarfélög" á Leikhúsloftinu á Möðruvöllum í Hörgárdal fimmtudaginn 16. september klukkan 20:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kaffi og með því að loknum fyrirlestri....

Heimasíða leikskólans

Leikskólinn Álfasteinn hefur sett upp heimasíðu með nýjum hætti. Áður var heimasíðan hluti af heimasíðu sveitarfélagsins, en nú er hún sjálfstæð. Á heimasíðunni eru allar helstu upplýsingar um starfið á leikskólanum, fréttir, myndir, skóladagatal, matseðill mánaðarins o.m.fl. Smella má hér til að skoða heimasíðuna....

Hjólabrettahátíð á Hjalteyri

Um helgina heldur Hjólabrettafélags Akureyrar hátíð í Verksmiðjunni á Hjalteyri.  Opnað verður á laugardag og sunnudag kl. 13.Á staðnum verða pallar, rail, box og fullt af dóti til að renna sér á.Markmið félagsins er að kveikja aðeins í sveitarstjórnum og sýna hvað þessi íþrótt er vinsæl á Akureyri og í nágrenni.Undirskriftalistar fyrir innanhússaðstöðu hjólabrettamanna á Akureyri v...

Göngur og réttir á næsta leiti

Í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 8. september, hefjast göngur í Hörgársveit þetta haustið. Þá munu Hörgdælingar smala fram-Hörgárdal að austan og síðan heldur smalamennskan áfram fram á sunnudag, þá lýkur 1. göngum. Heildarfjárfjöldi sem dagsverkum er jafnað niður á í sveitarfélaginu eru 6.542 kindur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra, en þó heldur fleiri. Álögð dagsverk e...

Sæludagur í sveitinni á laugardaginn

Næsta laugardag, 31. júlí, verður Sæludagur í Hörgársveitinni. Frá klukkan 11 um morguninn fram að miðnætti verður þétt og fjölbreytt dagskrá um alla sveit. Hún hefst á Möðruvöllum þar sem m.a. verður keppt í "sveita-fitness". Frá klukkan 15 verður svo dagskrá á Hjalteyri, þar sem m.a. ýmis nýstárleg keppni fer fram. Þar lýkur dagskránni með dansleik í fiskverkunarhúsinu. Aðrir staðir sem kom...

Göngur í Hörgársveit haustið 2010

Á fundi sínum 5. júlí sl. samþykkti fjallskilanefnd eftirfarandi tillögu: „Ákveðið var að höfðu samráði við fjallskilastjóra nágrannasveitarfélaga að flýta göngum í Hörgársveit um eina viku, frá þeim tíma sem mælt er fyrir um í fjallskilasamþykkt. Fyrstu göngur verða því í Hörgársveit, frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12. september. Aðrar göngur verði svo viku síðar.“...