Hörgdælir eignast Íslandsmeistara
16.05.2011
Þrjár ungar stúlkur úr Hörgársveit gerðu góða ferð suður nýverið. Þann 7. og 8. maí fór fram í Kaplakrika Íslandsmeistaramót í grunnsporum 2011 og bikarmót í F-flokkum. Þetta er viðamikið mót, 725 manns kepptu í mótinu öllu.Stúlkurnar heita Brák Jónsdóttir, Katrín Birna Vignisdóttir og Eyrún Þórsdóttir og æfa með Dansdeild Akurs á Akureyri. Þjálfari þeirra er Anna Breiðfjörð.Þær Brák og Katrí...