Fréttir

Þrjú frábær þorrablót

Nú er þorrablótatíðinni lokið í Hörgársveit þetta árið. Þau voru þrjú laugardagskvöld í röð, 22. janúar í Hlíðarbæ, 29. janúar á Melum og svo 5. febrúar í Hlíðarbæ. Öll tókust þau með miklum ágætum, fjöldi gesta var með mesta móti, góð skemmtiatriði og vel tekið undir fjöldasöng. Blótunum lauk svo með fjörugum dansleikjum fram eftir nóttu.Hér eru nokkrar myndir frá tveimur seinni bl...

UMSE-stelpur í frjálsum gera það gott

Innanhússmót í frjálsíþróttum eru byrjuð aftur eftir áramótahlé. Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára var um helgina. UMSE sendi harðsnúið líð með 9 keppendur á mótið. Þeir unnu allir til verðlauna. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr Umf. Smáranum vann bronsverðlaun í 60 m hlaupi í flokki 18-19 ára á tímanum 8,44 sek. Hún vann einnig silfurverðlaun í 4x200 m boðhlaupi. Ein gullverðlaun k...

Nýr organisti

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefur verið ráðin organisti í Möðruvallasókn.  Hún tekur við af Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, sem um margra ára skeið vann afar gott starf með kórnum og fyrir kirkjuna, en hefur flutt búferlum úr héraðinu. Sigrún Magna er boðin velkomin og er vænst mikils af störfum hennar. Kirkjukórinn syngur við allar almennar messur í sókninni og á aðventukvö...

Heyrúlluplasts-söfnun frestast

Söfnun heyrúlluplasts (baggaplasts) í Hörgársveit sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns, þriðjudagsins 11. janúar. Í dag verður lokið við sorphirðu í Hörgárbyggðarhluta sveitarfélagsins sem fara átti fram sl. fimmtudag. Húsráðendur eru beðnir um að hreinsa snjó frá sorpílátum....

Nýársbrennu frestað um viku

Nýársbrennu Umf. Smárans, sem vera átti föstudagskvöldið 7. janúar, hefur verið frestað um eina viku. Hún verður sem sé föstudaginn 14. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Aðkeyrsla er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði í krúsunum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Muna eftir flugeldum og blysum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á...

Frístundakort

Hörgársveit mun á árinu 2011 niðurgreiða þátttökugjöld barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi skv. reglum sem sveitarstjórn hefur sett. Markmiðið er að stuðla að þátttöku barna í slíku starfi óháð efnahag fjölskyldna, í forvarnarskyni. Frístundakortið er í formi bréfs sem sent hefur verið til forráðamanna barna á grunnskólaaldri með lögheimili í sveitarfélaginu.  Hvert bréf verð...

Fjárhagsáætlun 2011

Sveitarstjórn afgreiddi fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2011 á fundi sínum 15. desember sl. Heildarniðurstaða áætunarinnar er að afgangur upp á 20,4 millj. kr. verði af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2011 (þ.e. aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna). Veltufé frá rekstri er áætlað 41,4 millj. kr. Vinna við áætlunina einkenndist nokkuð af því að um er að ræða fyrs...

Barnaball og nýársbrenna

Hið árlega barnaball á Melum í Hörgárdal verður mánudaginn 27. desember kl. 14:30. Nýársbrenna Ungmennafélagsins Smárans verður svo föstudaginn 7. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Aðkeyrsla á mili Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði í krúsunum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Muna eftir flugeldum og blysum. Skyldu einhverjar furðuverur...

Skúli Gautason menningar- og atvinnumálafulltrúi

Skúli Gautason hefur verið ráðinn menningar- og atvinnumálafulltrúi í Hörgársveit. Hann hefur unnið hjá Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar undanfarin ár, síðustu þrjú ár sem viðburðastjóri. Hann er leikari að mennt og er að ljúka námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Gert er ráð fyrir að Skúli hefji störf hjá sveitarfélaginu á útmánuðum. Starf menningar- og atvinnumálafulltrúa í Hörgár...

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit var nýlega afgreitt af sveitarstjórninni. Félagsmála- og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins hafði veg og vanda af gerð hennar. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Hörgársveit. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis og starfsmanna sveitarfélagsins annars vegar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem stofnanir svei...