Sögufélagið fékk styrk frá Norðurorku

Í síðustu viku var úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna.  Alls hlutu 35 verkefni styrki að þessu sinni.  Heildarfjárhæð styrkja var um fimm milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Sögufélag Hörgársveitar, sem hlaut styrkinn til útgáfu á Heimaslóð, sem er ársrit sveitarfélagsins. Ársritið hefur komið út undanfarna áratugi, alls 11 sinnum. Stefnt er að því að næsta hefti þess komi út á nú á útmánuðum. Eins og áður eru meginefni þess fróðleikur um liðna tíð.

Myndin sýnir fulltrúa styrkþega við úthlutunina.