Fréttasafn

Velheppnaðir kynningarfundir

Í gærkvöldi og fyrrakvöld voru haldnir fjölmennir kynningarfundir í Hlíðarbæ um sameiningarmál Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.  Kosið verður um sameininguna laugardaginn 20. mars nk. Á fyrri fundinum fór Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, yfir stefnu ríkisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins til að unnt sé að færa verkefni og völd nær fólkinu ...

Kynningarfundir um sameiningarmál

Í kvöld og annað kvöld verða kynningar- og umræðufundir í Hlíðarbæ um sameiningarmál Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Fyrri fundurinn er einkum ætlaður íbúum Arnarneshrepps en sá seinni íbúum Hörgárbyggðar. Báðir fundirnir er opnir íbúum úr hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Á fundunum mun Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytja ávarp og síðan mun Björn Ingimarsson, r...

Fundargerð - 09. mars 2010

Þriðjudaginn 9. mars 2010 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Mannahald og tímakvóti næsta árs Lagt fram yfirlit yfir nemendafjölda, deildir o.fl. vegna skólaársins 2010-2011. Þar er...

Auglýsing frá ráðuneyti um kjörskrár

Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar verða aðgengilegar almenningi á annars vegar skrifstofu Hörgarbyggðar í Þelamerkurskóla og á skrifstofu Arnarneshrepps á Þrastarhóli frá þriðjudeginum 9. mars nk. Athugasemdum eða kærum skal koma á framfæri við sveitarstjórnir sveitarfélaganna og skv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, er heimilt að gera leiðréttinga...

Þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave

Kjörfundur fyrir Hörgárbyggð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um IceSave verður í Hlíðarbæ kl. 10:00-20:00 laugardaginn 6. mars.  ...

Kynningarblað um sameiningarmál

Út er komið veglegt kynningarblað um sameiningarkosningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem verða 20. mars nk. Yfirskrift blaðsins er "Sameining til sóknar". Í því er gerð grein fyrir helstu atriðum í áliti samstarfsnefndarinnar um sameiningarmálið. Þar kemur m.a. fram að ef sameiningin verður samþykkt muni framlög og innri hagræðing, sem henni mun fylgja, skapa le...

Frumsýning á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn, 4. mars, frumsýnir Leikfélag Hörgdæla grafalvarlega skrifstofu­farsann „Lífið liggur við“ á Melum í Hörgárdal. Sýningin hefst kl. 20:30. Verkið er eftir Hlín Agnarsdóttur og leikstjóri er Saga G. Jónsdóttir. Þetta er nýlegt leikrit og var fyrst sýnt hjá Stúdenta­leikhúsinu árið 2007 í leikstjórn höfundar. Hér er á ferðinni gamanleikur, þó með alvarlegum undirtóni,...

Stóra upplestrarkeppnin

Næsta þriðjudag, 2. mars, mun lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Valsárskóla, Grenivíkurskóla og Stórutjarnaskóla fara fram í Möðruvallakirkju. Á hátíðinni munu nemendur úr 7. bekkjum ofangreindra skóla lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og aðrir...

Sameiningarkosningar 20. mars

Sveitarstjórnir Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hafa ákveðið að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna 20. mars nk. Kynningarblað um málið mun koma út 3. mars og kynningarfundir um málið verða haldnir 10. og 11. mars. Síðan í nóvember hefur samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna unnið að gerð málefnaskrár og áhersluatriða, sem birtast munu í kynningarblaðinu. Samanlögð íbúatala þessara ...

Fundargerð - 10. febrúar 2010

Miðvikudaginn 10. febrúar 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 50. fundar  í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.   1...