Kynningarblað um sameiningarmál

Út er komið veglegt kynningarblað um sameiningarkosningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem verða 20. mars nk. Yfirskrift blaðsins er "Sameining til sóknar". Í því er gerð grein fyrir helstu atriðum í áliti samstarfsnefndarinnar um sameiningarmálið. Þar kemur m.a. fram að ef sameiningin verður samþykkt muni framlög og innri hagræðing, sem henni mun fylgja, skapa leiðir til að efla og bæta samfélagið. Nefndin leggur því til að sameiningin verði samþykkt. Smelltu hér til að skoða kynningarblaðið