Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit var nýlega afgreitt af sveitarstjórninni. Félagsmála- og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins hafði veg og vanda af gerð hennar.

Markmiðið með áætluninni er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Hörgársveit. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis og starfsmanna sveitarfélagsins annars vegar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem stofnanir sveitarfélagsins veita íbúum þess. Leitast skal við að flétta jafnréttissjónarmið inn í starfsemi sveitarfélagsins og að öll stefnumótunarvinna hafi kynjasamþættingu að leiðarljósi.

Hér má sjá jafnréttisáætlunina í heild.