Skúli Gautason menningar- og atvinnumálafulltrúi

Skúli Gautason hefur verið ráðinn menningar- og atvinnumálafulltrúi í Hörgársveit. Hann hefur unnið hjá Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar undanfarin ár, síðustu þrjú ár sem viðburðastjóri. Hann er leikari að mennt og er að ljúka námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Gert er ráð fyrir að Skúli hefji störf hjá sveitarfélaginu á útmánuðum.

Starf menningar- og atvinnumálafulltrúa í Hörgársveit var stofnað í tengslum við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.