Fundargerð - 08. desember 2010

Miðvikudaginn 8. desember 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist: 

 

1. KPMG, þjónustugreining

Á fundinn kom Flosi Eiríksson frá KPMG og kynntu þjónustugreiningu fyrir Hörgársveit, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 20. október 2010 (12. liður). Meginniðurstaða hennar er að tekjur og gjöld hjá sveitarfélaginu eru í góðu jafnvægi.

 

2. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag, 1. nóvember 2010

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 10. nóvember 2010

Fundargerðin er í átta liðum. Enginn þeirra varðar Hörgársveit með beinum hætti.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar, 18. nóvember 2010

Fundargerðin er í tveimur liðum, sá síðari fjallar um umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Verksmiðjubyggingar á Hjalteyri

Fram kom á fundinum að um 10 aðilar hafa afnot af tilteknum rýmum í verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri, eða hafa sýnt áhuga á slíkum afnotum.

Sveitarstjórn samþykkti að gefa þeim sem nú hafa afnot af tilteknum rýmum í verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri, og þeim sem sýnt hafa áhuga á slíkum afnotum, kost á samningum um rýmin til allt að tólf mánaða, frá 1. janúar 2011 að telja, gegn gjaldi sem nemur kr. 5.000 – 50.000 á mánuði, eftir stærð viðkomandi rýma.

 

6. Fundargerð atvinnumálanefndar, 18. nóvember 2010

Fundargerðin er í tveimur liðum, sá fyrri fjallar um umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa og sá síðari um málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri, sbr. 5. lið í þessari fundargerð.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar, að öðru leyti en því sem fram kemur í 5. lið þessarar fundargerðar.

 

7. Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættisins, 29. nóvember 2010

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Álagningarreglur fasteignagjalda 2011

Tekin fyrir að nýju drög að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2011 svo og drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr 4/1995, sbr. 15. lið fundargerðar sveitarstjórnar frá 17. nóvember 2010.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið verði 1,32% og skv. c-lið verði 1,40% af fasteignamati. Þá samþykkti sveitarstjórnað álagningarhlutfall holræsagjalda á Lónsbakka á árinu 2011 verði það sama og á árinu 2010, þ.e. 0,18% af fasteignamati, að holræsagjald á Hjalteyri verði 0,10% af fasteignamati og að rotþróargjald í dreifbýli verði skv. gjaldskrá. Vatnsgjald vatnsveitu Hjalteyrar var ákveðið kr. 10.000 á hverja íbúð og hvert frístundahús. Sorphirðugjald heimila var ákveðið kr. 26.000 annars staðar en á lögbýlum þar sem búskapur er stundaður. Á lögbýlum þar sem búskapur er stundaður verði gjaldið kr. 39.000. Ákveðið var að sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 13.000. Framlögð drög að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykktar af sveitarstjórn með tekjumörkum eins og segir í gr. 4B í drögunum. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 3.275.000 og fyrir samskattaða kr. 4.365.000.

 

9. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2011

Rædd drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2011.

 

10. Sorphirða, fyrirkomulag

Tekinn fyrir að nýju 11. liður í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 22. september 2010 um útvíkkun á samningi milli Gámaþjónustu Norðurlands ehf. og Hörgárbyggðar um sorphirðu, þannig að hann gildi fyrir allt sveitarfélagið, sbr. 4. lið í fundargerð sveitarstjórnar frá 20. október 2010.

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um að fyrirliggjandi samningur við fyrirtækið um sorphirðu gildi fyrir allt sveitarfélagið.

 

11. Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit, fyrri umræða

Lögð fram drög að “Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit”. Í henni er gerð ráð fyrir að sveitarfélagið reki tvær fráveitur, á Hjalteyri og á Lónsbakka, auk þess sem að sveitarfélagið skipuleggi lögbundna losun rotþróa í dreifbýli.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa framkomnum drögum að “Samþykkt um fráveitur í Hörgársveit” til síðari umræðu.

 

12. Samstarf Akrahrepps og Hörgársveitar um fjallskil

Lögð fram fundargerð, dags. 25. nóvember 2010, fundar fulltrúa Akrahrepps og Hörgársveitar um það samstarf sem sveitarfélögin hafa átt með sér um fjallskilamál. Í fundargerðinni felst samkomulag um breytingar á því fyrirkomulagi sem verið hefur í þeim efnum, sem gert er ráð fyrir að gildi á árunum 2010 og 2011.

Sveitarstjórn samþykkti það fyrirkomulag um samstarf Akrahrepps og Hörgársveitar í fjallskilamálum sem greint er frá í ofangreindri fundargerð fyrir árin 2010 og 2011.

 

13. Félagsþjónusta, endurskoðun samnings

Lagt fram bréf, dags. 2. desember 2010, frá Akureyrarbæ, þar sem óskað er eftir að fram fari endurskoðun á gildandi samningi um félagsþjónustu.

Sveitarstjórn samþykkti að af hálfu Hörgársveitar verði tekið þátt í viðræðum nágrannasveitarfélaga Akureyrarbæjar og bæjarins um endurskoðun gildandi samnings um félagsþjónustu.

 

14. Þjónustuhópur aldraðra, tilnefning

Fram kom á fundinum að tilnefna þyrfti í þjónustuhóp aldraðra fyrir þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri af hálfu Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstandarhrepps.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að að Eva Hilmarsdóttir verði aðalmaður og Fjóla V. Stefánsdóttir varamaður í þjónustuhópi aldraðra fyrir þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri á yfirstandandi kjörtímabili fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

 

15. Öryggiskerfi fasteigna, samningur

Málinu frestað til næsta fundar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 00:10.