Fundargerð - 21. október 2009

Miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 44. fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Steinsson ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð menn velkomna.

Fundarritari, Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Samningur um sorphirðu, drög

Lögð fram drög að samningi við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um sorphirðu á næstu fimm árum. Drögin byggja á niðurstöðu sveitarstjórnarfundar 16. sept. 2009 um breytt fyrirkomulagi á sorphirðu.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Gámaþjónustuna á grundvelli framlagðs tilboðs. Gert er ráð fyrir að samningurinn öðlist gildi 1. júní 2010.

 

2. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 9. september 2009

Fundargerðin er í átta liðum. Liður 6i varðar Hörgárbyggð, þar sem Hlíðarskóla, Skjaldarvík er veitt endurnýjað starfsleyfi.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

3. Fundargerð skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 29. september 2009

Fundargerðin er í sjö liðum. Einnig fylgja með fjórar blaðsíður úr ársskýrslu Tónlistarskólans fyrir skólaárið 2008-2009.

Fundargerðin rædd og afgreidd.

 

4. Íslandsbanki, greiðslufrestur á láni vegna stofnfjárkaupa

Bréf , dags. 8. október 2009, frá Íslandsbanka hf., Akureyri, þar sem boðið er að fresta greiðslu eftirstöðvar láns sem tekið var á árinu 2007 vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóði Norðlendinga.

Sveitarstjórn ákvað að taka tilboði Íslandsbanka og fresta greiðslu til næstu 12 mánaða.

 

5. Hlaðir, viðbygging við fjós

Bréf, dags. 10. september 2009, frá Klængi og Sighvati Stefánssonum, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir viðbyggingu við fjós á Hlöðum.

Afgreiðslu málsins frestað þar sem gert er ráð fyrir að gert verði deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar.

 

6. Skjaldarvík, skipting lands

Bréf, dags 14. október 2009, frá Akureyrarbæ, þar sem óskað er leyfis fyrir því að tvær lóðir verði teknar undan jörðinni Skjaldarvík, sbr. uppdrátt sem fylgir með.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið fyrir sitt leyti og áréttar jafnframt að ekki hefur verið breytt samþykkt sveitarstjórnar frá 19. mars 2003 um að jarðirnar Ytri- og Syðri-Skjaldarvík verði teknar úr landbúnaðarnotum.

 

7. Fossá, lagfæring á farvegi

Bréf, dags. 15. október 2009, frá Helga Stefánssyni og Sverri Brynjari Sverrissyni, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir að styrkja bakka árinnar ofan vegar að fossi og laga farveg árinnar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við erindið, fyrir sitt leyti, að því tilskyldu að framkvæmdum verði lokið fyrir 1. maí 2010.

 

8. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, framlenging á samstarfssamningi

Bréf, dags. í október 2009, frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi (MFN), þar sem óskað er eftir að gildandi samningur MFN og Hörgárbyggðar verði framlengdur óbreyttur til ársloka 2012.

Sveitarstjóra falið að endurnýja umræddan samning til ársloka 2012.

 

9. Samband íslenskra sveitarfélaga, skólaþing 2009

Bréf, dags. 28. september 2009, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður í Reykjavík 2. nóvember 2009.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Barnaheill, ályktun

Bréf, dags. 30. september 2009, frá Barnaheillum, þar sem því er beint til ríkisstjórnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, beiðni um umsögn vegna endurskoðunar á jarðalögum og ábúðarlögum

Bréf, dags. 8. október 2009, frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, þar sem leitað er eftir umsögnum og sjónarmiðum sem geta nýst við starf vinnuhóps um endurskoðun jarðalaga og ábúðarlaga.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

12. Garnaveikibólusetning 2009, tilboð

Lagt fram tilboð, dags. 20. okt. 2009, frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar ehf. í garnaveikibólusetningu á líflömbum og hundahreinsun 2009. Tilboðið gerir ráð fyrir að komugjald hækki um 6,82% frá fyrra ári og lyf fyrir garnaveikibólusetningu um 17,35%, þ.e. komugjald verði kr. 2.350, bóluefni kr. 115 pr. lamb og bólusetning pr. lamb kr. 150 og hundahreinsun kr. 2.600 þar sem verið er að bólusetja annars kr. 3.000.

Sveitarstjórn samþykkir tilboðið en sveitarsjóður greiðir eingöngu fyrir garnaveikilyfin.

 

13. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting

Bréf, dags. 14. október 2009, frá Akureyrarbæ, þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingin varðar kirkjugarðinn á Naustahöfða.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomna breytingatillögu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar.

 

14. Ungmennasamband Eyjafjarðar, styrkbeiðni

Bréf, dags. 8. október 2009, frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið veiti sambandinu styrk á árinu 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja UMSE um kr. 550 fyrir hvern íbúa í Hörgárbyggð.

 

15. Neytendasamtökin, styrkbeiðni

Bréf, dags. 13. október 2009, frá Neytendasamtökunum, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið veiti samtökunum styrk á árinu 2010.

Erindinu hafnað.

 

16. Snorraverkefnið, beiðni um stuðning

Bréf, dags. 16. október 2009, frá Snorraverkefninu, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið veiti verkefninu stuðning á árinu 2010.

Erindinu hafnað.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.  23:00