Viðurkenningar á árshátíð

Á árshátíðinni á laugardaginn fengu Stóri-Dunhagi viðurkenningu fyrir snyrtilegt býli og Skógarhlíð 29 viðurkenningu fyrir fallega lóð. Á myndinni eru Liesel og Jóhann Malmquist með viðurkenningarskjal fyrir lóðina sína í Skógarhlíð 29. Hana hafa þau ræktað upp frá grunnni með mikilli kunnáttu og natni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ábúendur í Stóra-Dunhaga eru Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir. Þar er löng hefð fyrir snyrtimennsku í öllum búrekstri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á árshátíðinni var Ragnheiði Sverrisdóttur, arkitekt, færður blóðvöndur í tilefni af því að þá var anddyrið á Hlíðarbæ tekið í notkun eftir gagngerar breytingar, en hún hannaði þær á sama hátt og hún hannaði breytingar á aðalsal Hlíðarbæ og þar áður breytingar á félagsheimilinu Melum. Í Hörgárbyggð eru nú tvö nýuppgerð félagsheimili, sem munu enn betur en áður gegna mikilvægu hlutverki í menningar-, félags- og skemmtanalífinu í héraðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á árshátíðinni fór skemmtinefndin á kostum í fjörugu dansatriði, sem erfitt var að festa filmu, en þó náðist þessi svipmynd af því. Hátíðin var fjölmenn og skemmtu gestir sér hið besta fram á nótt.