Árshátíðin í Hlíðarbæ

Á morgun, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð haldin í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið byrjar hálftíma síðar. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir alger endurnýjun á anddyri og snyrtingum hússins og verður árshátíðin fyrsta skemmtunin í húsinu eftir að þeim lauk. Á myndinni sést þegar hreingerning eftir framkvæmdirnar hófust fyrr í vikunni.

Að árshátíðinni standa Leikfélag Hörgdæla, Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Smárinn, Hrossaræktarfélagið Framfari og Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls.