Fréttir

Gásaverkefnið með nýjan vef

Verkefnið "Gásir - lifandi miðaldakaupstaður" hefur sett upp nýjan vef. Þar eru upplýsingar um hvaðeina sem varðar verkefnið, t.d. fornleifarannsóknirnar og viðburði sumarsins 2007. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Fornleifarannsóknirnar hafa sýnt fram á að verslun hefur verið staðnum allt fram á 16. öld. Smelltu hér á gasir.is....

Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð

Fífilbrekkuhátíðin var haldin á Hrauni í einstakri veðurblíðu í gær. Þangað komu um 300 manns og nutu náttúrufegurðarinnar og tónlistar Atla Heimis Sveinssonar við nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þar blessaði líka Hannes Örn Blandon, prófastur, Jónasarvang, sem er nafnið á nýstofnuðum fólkvangi á jörðinni. Þá voru flutt nokkur ávörp á hátíðinni, þar sem m.a. kom fram að Hannes Pétursson,&...

Vinnuskólinn á fullu

Á dögunum vann vinnuskólafólk við byggingu sparkvallar við Þelamerkurskóla. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Erla Davíðsdóttir, Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Jón Karl Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, María Jensen, Karólína Gunnarsdóttir og Anna Bára Unnarsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Sigfússon. Vinnuskólinn er rekinn sameiginlega af Hörgárbyggð og Arnarneshreppi....

Sláttur byrjaður

Á myndinni eru bændur í Stóra-Dunhaga, Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir, að setja hey í rúllur. Þau slógu fyrstu túnin núna í vikunni. Það gerðu líka Brakanda-bændur og og fleiri í nágrenninu. Þrátt fyrir mjög þurrt vor er sprettan þokkaleg og þurrkur hefur verið góður þessa daga. Það er því útlit fyrir að heyskapur gangi vel á þessum slóðum að þessu sinni. ...

Fífilbrekkuhátíð á laugardaginn

Næsta laugardag, 16. júní, verður Fífilbrekkuhátíðin á Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst kl. 14:00 með ávörpum og söng. Þá verður nýstofnaður fólkvangur vígður. Síðan verður leiðsögn í þremur gönguferðum um jörðina, upp að Hraunsvatni, suður í Hraunin og um heimlandið að Öxnadalsá. Allir eru velkomnir á hátíðina sem haldin er af menningarfélaginu Hraun í Öxnad...

Stækkaður og endurbættur Álfasteinn tekinn í notkun

Í gær, laugardag, var húsnæði leikskólans Álfasteins í Hörgárbyggð tekið í notkun eftir stækkun og endurbætur. Bætt var 160 fermetrum við þá 119 fermetra sem fyrir voru og þá bætast við um 13 heilsdagsrými.  Framkvæmdir við stækkunina hófust í júlí 2006 og lauk í byrjun mars sl. Þá hófst endurgerð eldri hlutans og lauk hún innanhúss sl. föstudag.Frágangur utanhúss við leikskólann er efti...

Framkvæmdir við Sundlaugina

Nú stendur yfir endurnýjun á girðingunni í kringum sundlaugina á Þelamörk. Það er Girðingarþjónustan á Akureyri sem annast verkið. Þá er unnið að endurbótum á búningsklefum og árlegri málun á sundlaugarkerjunum sjálfum er lokið að þessu sinni. Sundlaugin hefur verið lokuð í nokkra daga vegna framkvæmdanna, en hún verður opnuð aftur sunnudaginn 10. júní kl. 10. Aðsóknin að sundlauginni hefur v...

Skólaslit - nýr skólastjóri

Þelamerkurskóla var slitið á föstudaginn í Hlíðarbæ að viðstöddu fjölmenni. Dagskrá skólaslitanna var hefðbundin með tónlistaratriðum, ræðu skólastjóra og afhendingu námsmats og viðurkenninga. Önnu Lilju Sigurðardóttur, fráfarandi skólastjóra, var þakkað fyrir samstarf liðinna ára og nýr skólastjóri boðinn velkominn til starfa. Það er Ingileif Ástvaldsdóttir fyrrveran...

12 fermingarbörn

Á hvítasunnudag fermdust 8 börn í Möðruvallakirkju. Fyrr í vor fermdust tvö börn úr Möðruvallaklaustursprestakalli  og tvö munu svo fermast næsta sunnudag. Til vinstri er mynd af hópnum sem fermdist sl. sunnudag (stærri undir). Þau eru f.v. Anna Bára Unnarsdóttir, Ágúst Hannesson, Stefán Gunnar Stefánsson, María Jensen, Jón Karl Ingvarsson, Sólrún Friðlaugsdóttir, Tryggvi Sigfú...

Æfingar að byrja hjá Smáranum

Æfingar hjá umf. Smáranum byrja í næstu viku. Þær verða í frjálsum íþróttum og fótbolta eins og undanfarin sumur. Þjálfarar í frjálsum verða Ari H. Jósavinsson og Eva Magnúsdóttir og í fólbolta Kristján Sigurólason, Pétur H. Kristjánsson og Siguróli Kristjánsson. Æfingarnar í frjálsum verða á þriðjudögum og fimmtudögum og í fótbolta á miðvikudögum og fimmtudögum. Nánar með því ...