Fréttir

Garnaveikibólusetning á líflömbum og hunda­hreinsun

Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar ehf. (Dýrey) hefur áhuga á að sinna garnaveiki-bólusetningu og hundahreinsun í Hörgársveit, með svipuðum hætti og síðastliðin ár.  Til þess að halda kostnaði við verkin í lágmarki, er best að bólusetja og hundahreinsa á sem flestum bæjum á hverju svæði á sama degi.   Verð hjá Dýrey fyrir garnaveikibólusetningar og hundahreinsun í Hörgársveit í haust er sem...

Spilavist

Kvenfélag Hörgdæla heldur 2ja kvölda spilavist að Melum laugardagskvöldin 17. nóv. og 24. nóv. kl. 20:30. Tombóla verður seinna kvöldið. Kaffiveitingar. Nefndin....

Bingó á föstudag

Bingóið sem átti að vera á Melum í kvöld er frestað um viku.  Það verður s.s. haldið föstudaginn 9. nóv á Melum. Það er Leikfélag Hörgdæla sem stendur fyrir bingóinu og margir veglegir vinningar í boði....

Sr. Solveig Lára og sr. Gylfi kvödd

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónaði í síðasta sinn sem sóknarprestur við messu í Möðruvallakirkju á sunnudaginn. Hún og eiginmaður hennar, sr. Gylfi Jónsson flytjast nú að Hólum í Hjaltadal, þar sem sr. Solveig tekur við embætti vígslubiskups. Kirkjan var þétt setin, enda hefur þeim farist prestsþjónusta vel og hafa þau notið almennra vinsælda.  Sr. Solveig Lára rifjaði upp að ...

Þemavika í Þelamerkurskóla

Nú er að ljúka þemaviku í Þelamerkurskóla. Hefðbundið skólastarf er brotið upp og fá að takast á við ýmislegt annað en hefðbundnar námsgreinar. Þar má nefna heilsueflandi skóla; heilsu, hreysti, geðrækt, lýðræði, fjölgreind, skyndihjálp og dans. Þemavikan gekk einstaklega vel og eru nemendur og kennarar glaðir og endurnærðir....

Viðburðir í Leikhúsinu Möðruvöllum

Í gær flutti Hörður Geirsson frá ljósmyndadeild Minjasafns Akureyrar erindi og sýndi nokkrar gamlar myndir úr safnkostinum. Erindið var fróðlegt og skemmtilegt enda góð mæting. Á myndinni er Hörður að fjalla um Stuttu-Siggu, en ljósmyndin er tekin af Jóni Júlíusi Árnasyni. Viðburðir verða í Leikhúsinu annan hvern fimmtudag fram að aðventu. ...

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla var haldinn í gær.  Kynntur var spennandi vetur framundan, en á döfinni eru margvíslegar uppákomur á Melum. Miðað er að því að halda viðburði fyrsta föstudag í mánuði, allavega þangað til æfingar verða komnar á fullan skrið. Þannig verður í kvöld haldið trúbadorakvöld, í byrjun nóvember verður bingó og í byrjun desember verður hið sívinsæla bar-svar...

Vetrarstarf Smárans að fara af stað

Nú fer vetrarstarf Smárans að hefjast.  Fótboltaæfingarnar hefjast 5. október.  Þjálfari í vetur verður Arnór Heiðmann Aðalsteinsson.  Í næstu viku kemur síðan í ljós hvaða íþróttagreinar Smárinn býður upp á í vetur.  ...

Mesta verslunarrýmið í Hörgársveit

Athyglisverð frétt birtist á mbl.is í dag. Þar kemur fram að Hörgársveit er með mesta verslunarrými á hvern íbúa. Fréttina má lesa hér....

Gunnar Jónsson ráðinn skrifstofustjóri

Gunnar Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri á skrifstofu Hörgársveitar.  Gunnar hefur langa reynslu af skrifstofu- og stjórnunarstörfum.  Hann var sveitarstjóri í Hrísey í lok síðustu aldar, starfaði sem skrifstofustjóri hjá KMPG á Akureyri í 7 ár, var framkvæmdastjóri KA í 13 ár og hefur rekið eigið bókhaldsfyrirtæki. Hlutverk hans verður fyrst og fremst fólgið í u...