Fréttir

Baldur Logi hreppti bronsið

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Valsárskóla í gær. Þar lásu upp fulltrúar frá fjórum skólum, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla, Grenivíkurskóla og Þelamerkurskóla. Hver skóli gat sent tvo fulltrúa á lokahátíðina. Fulltrúar Grenivíkurskóla hlutu 1. og 2. sætið en Baldur Logi Jónsson frá Staðartungu þriðja sætið. Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla óska honum til hamingju með áranguri...

Hrísey ekki hluti af Möðruvallaprestakalli.

Á nýafstöðnu kirkjuþingi var samþykkt að Möðruvallaprestakalli verði aftur skipt upp í tvö prestaköll. Möðruvallaprestakall varð til við sameiningu Möðruvalla- og Hríseyjarprestakalls í júlí í fyrra, en þá voru sóknarnefndir prestakallanna tveggja einhuga í andstöðu sinni við sameiningu Að sögn Árna Svans Daníelssonar, upplýsingafulltrúa Kirkjuþings, verður sami prestur áfram í Hríseyjarprestakal...

Djákninn á Myrká gengur aftur

Böðvar Ögmundsson, djákni á Myrká, sem drukknaði í Hörgá í byrjun desember er genginn aftur og ásækir vinnukonu á Bægisá.Þannig gæti fréttin hafa hljómað á vef Skriðuhrepps hins forna árið 1394. Leikfélag Hörgdæla frumsýndi á fimmtudag nýtt leikverk sem er samið upp úr þessari þekktu sögu. Höfundur og leikstjóri er Jón Gunnar en Skúli Gautason hefur samið tó...

Ferð á Þverbrekkuvatn

Hin árlega fjölskylduferða UMF Smárans á Þverbrekkuvatn verður farin fljótlega. Áhugasamir hafi samband við Árna í Dunhaga í s.  866 7501...

Kirkjukórinn hlýtur styrk

Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar hlaut styrk frá Menningarráði Eyþings til verkefnis sem nefnist Davíð og Jónas. Verkefnið er unnið í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla, Ferðaþjónustuna á Draflastöðum í Fnjóskadal og tónskáldin Daníel Þorsteinsson, Guðmund Óla Gunnarsson og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Verkefnið verður byggt upp á söngdagskrá við ljóð skáldanna Davíðs Stefáns...

Myndlistarsýning leikskólabarna í Húsasmiðjunni

Í tilefni degi leikskólans opnuðu börn á leikskólanum Álfasteini myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Verkin eru af ýmsum toga, sum innblásin af nýliðinni tannverndarviku, önnur af berjatínslu í haust. Í sumum tilvikum hafa listamennirnir algjörlega sleppt sér í sköpunargleðinni og látið hefðbundnar reglur um myndbyggingu fjúka út um gluggann.Hér eru nokkrar myndir af listamönnunum&nbs...

Íbúafundur um menningar- og tómstundamál

Laugardaginn 26. janúar var haldinn íbúafundur í Hlíðarbæ þar sem menningar- og tómstundamál voru til umræðu.  Frummælendur verða Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Alfa Aradóttir, forstöðumaður æskulýðsmála í Rósenborg. Minnispunkta af fundinum má finna hér....

Freyju er saknað

Bændur í Skriðu sakna merarinnar Freyju frá Króksstöðum, sem sést á myndinni til vinstri. Hún hvarf úr hólfi í Stóru-Brekku í Hörgárdal (skammt norðan Möðruvalla) í byrjun mánaðarins. Freyju er sárt saknað og ef einhver hefur orðið var við hana síðan föstudaginn 4. janúar er hann/hún beðin/n að hringja hið fyrsta í síma 899 1057 eða 863 0057. ...

Þorrablót í uppsiglingu

Undirbúningur fyrir þorrablótið stendur nú sem hæst. Útsendarar þorrablótsnefndar hafa sést út um alla sveit með kvikmyndatökuvélar og mun þeirri vinnu ekki lokið. Veislustjóri hefur verið ráðinn sunnan úr Borgarfirði og er það enginn annar en sjónvarpshetjan Gísli Einarsson. Hljómsveitin er heldur ekki af verri endanum, það eru hinir margrómuðu Veðurguðir með Ingó í broddi fylkingar.   ...

Nýársbrenna Umf. Smárans

Kveikt verður í nýársbrennu Umf. Smárans á laugardagskvöld kl. 20 í malarkrúsunum norðan við Laugaland. Eftir brennuna verður spilað bingó í Þelamerkurskóla. Nemendur fimmta og sjötta bekkjar skólans selja kaffi og kökur til fjáröflunar fyrir Reykjaferð....