Fréttir

Fiskvinnsla aftur á Hjalteyri

Innan skamms fer ný fiskvinnsla í gang á Hjalteyri. Arcticus Sea Products er norðlenskt fiskafurðafyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað á Akranesi nýja aðferð við að búa til bitaharðfisk. Eftir að þeirri vinnu lauk ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins, Steingrímur Magnúson og Rúnar Friðriksson, að setja upp verksmiðju þess á Hjalteyri og eftir nokkra daga mun framleiðsla&...

Nýtt anddyri Þelamerkurskóla tekið í notkun

Nýtt anddyri hefur verið tekið í notkun í Þelamerkurskóla. Framkvæmdir við það hófust í byrjun apríl sl. Samhliða byggingu anddyrisins var syðri hluti A-álmu skólans endurnýjuð að innan, þ.e. gerður nýr innveggur milli kennslustofa og gangs, settir nýir gluggar, nýtt gólfefni og ný loftklæðning. Þá hefur lyftu verið komið upp í skólanum. Gert er ráð fyrir að ýmsum frágangi vegna framkvæm...

Samstarfsaðili óskast

Auglýst hefur verið eftir samstarfsaðila um breytta nýtingu á heimavistarálmu Þelamerkurskóla. Um er að ræða alls um 1.140 m2 gólfflöt, þ.m.t. þrjár íbúðir. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í þessu sambandi, s.s. að breyta allri álmunni í íbúðir, nýta hana fyrir ferðaþjónustu o.s.frv. Óskað er eftir að þeir sem kunna að vera áhugasamir um þetta mál láti skrifstofu sveitarfélagsins vita s...

Lagning ljósleiðara í gangi

Lagning ljósleiðara um sveitarfélagið er gangi. Tengir hf. á Akureyri gerði samning við sveitarfélagið um stuðning við verkefnið, þannig að á þremur árum væri unnt að leggja ljósleiðara að öllum húsum í því. Búið er að leggja stofnlagnir í alla áfanga sem áætlaðir voru á þessu ári og verið er að vinna í að leggja heimtaugar. Áætlað er að fyrstu notendur verði tengdir við ljósleiðaranetið...

Upplýsingafundur um Blöndulínu 3

Hörgársveit stendur fyrir opnum upplýsingafundi um málefni Blöndulínu 3 fimmtudaginn 4. september 2014 kl. 20 í Hlíðarbæ. Frummælendur á fundinum verða m.a. fulltrúar Landsnets ohf., atvinnulífsins í Eyjafirði og landeigenda á línustæðinu.  ...

Gangnaseðlar komnir

Gangnaseðlum í Hörgársveit fyrir árið 2014 hefur verið dreift til þeirra sem eiga að inna fjallskil af hendi í sveitarfélaginu. Þeir eru líka aðgengilegir hér á heimasíðunni, sjá hér. Fjárfjöldinn sem lagður er til grundvallar við niðurröðun fjallskilanna er alls 7.053. Fjöldi dagsverkanna er alls 483. Fyrstu göngur verða víðast dagana 10.-13. september og aðrar göngur vik...

Prestar settir í embætti

Á sunnudaginn, 24. ágúst, verða sr. Magnús G. Gunnarsson og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson settir í embætti í hinu nýstofnaða Dalvíkurprestakalli. Það nær m.a. yfir Hörgársveit. Athöfnin verður við messu í Möðruvallakirkju, sem hefst kl. 13:00. Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, og sr. Magnús þjóna, ásamt sr. Oddi Bjarna, sem prédikar. Á eftir verður boðið upp á veitingar....

Nýr prestur á Möðruvöllum

Fyrir fáum dögum fluttist að Möðruvöllum nývígður prestur, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, ásamt konu sinni Margréti Sverrisdóttur og dóttur þeirra, Sunnevu, sem fæddist 10. maí í vor. Þar með lauk nærri tveggja ára tímabili þar sem enginn prestur bjó á Möðruvöllum, og hefur mörgum þótt það alltof langur tími. Þann 27. júní sl. var Oddur Bjarni vígður í Hóladómkirkju af Solve...

Breytt skóladagatal í Þelamerkurskóla

Fræðslunefnd samþykkti í gær breytt skóladagatal fyrir Þelamerkurskóla skólaárið 2014-2015. Meginbreytingin er að skólasetning verður 28. ágúst, þ.e. viku síðar en fyrra skóladagatal skólaársins gerði ráð fyrir. Ástæðan er sú að yfirstandandi framkvæmdir við breytingar á skólahúsnæðinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var vegna umfangsmikilla óhjákvæmilegra viðbótarverka, sem komið hafa til á...

Sæludagur í sveitinni

Hinn árlegi "Sæludagur í sveitinni" verður í Hörgársveit á laugardaginn, 2. ágúst. þá verða margskonar forvitnilegir viðburðir um alla sveit, þar á meðal á Hjalteyri og á Möðruvöllum. Með viðburða má nefna að Ólafarhús á Hlöðum verður til sýnis. Til stendur að gera húsið upp í minningu Ólafar Sigurðardóttur skáldkonu, sem kenndi sig við Hlaði. Þá má nefna opnun sýningar á Hjalteyri sem nefnist&nbs...