Fréttasafn

Heima­vist á Þela­mörk breytt í íbúðar­hús­næði?

Stefnt er að því að hús­næði að Laugalandi á Þela­mörk, sem áður var heima­vist fyr­ir Þela­merk­ur­skóla, verði breytt í hag­kvæmt íbúðar­hús­næði á næst­unni. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, og Snorri Finn­laugs­son, sveit­ar­stjóri í Hörgár­sveit, und­ir­rituðu í 23. nóv. s.l. vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is en yf­ir­lýs­ing­in fel­ur í sér aðkomu stjórn­valda að hús­næðis­upp­bygg­ingu í Hörgár­sveit.

Sundlaugin á Þelamörk, Jónasarlaug

Sjá opnunartíma:

Húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2019-2027

Húsnæðisáætlun Hörgársveitar 2019-2027 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar þann 26.9.2019

Lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi

Sjá auglýsingu og lýsingu:

Hlíðarbær – upplýsingar um nýja eigendur og rekstraraðila

Undirritaður hefur verið kaupsamningur um sölu á félagsheimilinu Hlíðarbæ til Reglu musterisriddara á Akureyri, sem kaupa húsið til reksturs félagsheimilis og verður hægt að leigja húsið fyrir viðburði eins og verið hefur. Frá og með 16. september 2019 taka nýir eigendur við húsinu og er þeim sem áhuga hafa á að leigja húsið eftir þann tíma bent á að hafa samband við Ara Hallgrímsson í síma 893-3209 eða tölvupóstfangið arihall@simnet.is.

Fjallskil 2019

Fjallskilanefnd Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2019 álagningu fjallskila fyrir haustið 2019. Fjallskilaboð má sjá hér:https://www.horgarsveit.is/is/stjornsysla/fjallskil

Leikskólinn Álfasteinn opnar eftir endurbætur

Leikskólinn Álfasteinn var formlega opnaður eftir endurbætur 9. ágúst sl. N4 voru á staðnum eins og sjá má hér:

Göngur almennt laugardaginn 14. september 2019

Fjallskilanefnd Hörgársveitar ákvað á fundi sínum að fyrstu göngur haustið 2019 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 11. september til sunnudagsins 15. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Göngur í Þorvaldsdal og Auðbrekkufjalli verða laugardaginn 7. sept. og seinni göngur þar viku síðar. Gangnaseðlar með nánari upplýsingum verða sendir út í ágúst.