Heima­vist á Þela­mörk breytt í íbúðar­hús­næði?

Stefnt er að því að hús­næði að Laugalandi á Þela­mörk, sem áður var heima­vist fyr­ir Þela­merk­ur­skóla, verði breytt í hag­kvæmt íbúðar­hús­næði á næst­unni. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, og Snorri Finn­laugs­son, sveit­ar­stjóri í Hörgár­sveit, und­ir­rituðu 23. nóv. s.l. vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is en yf­ir­lýs­ing­in fel­ur í sér aðkomu stjórn­valda að hús­næðis­upp­bygg­ingu í Hörgár­sveit. 

Með því að breyta heima­vist­inni í íbúðar­hús­næði fjölg­ar leigu­íbúðum í sveit­ar­fé­lag­inu. Mik­ill skort­ur hef­ur verið á hús­næði í Hörgár­sveit um lengri tíma meðal ann­ars vegna ná­lægðar við Ak­ur­eyr­ar­bæ, þar sem mik­ill vöxt­ur hef­ur verið und­an­far­in ár. 

Íbúðalána­sjóður veit­ir þriggja millj­óna króna þró­un­ar­styrk

Íbúðalána­sjóður mun einnig koma að út­færslu verk­efn­is­ins og hef­ur sjóður­inn ákveðið að leggja sveit­ar­fé­lag­inu til þriggja millj­óna króna styrk til þró­un­ar þess. Styrk­ur­inn er veitt­ur sem hluti af sér­stöku til­rauna­verk­efni sjóðsins, sem snýr að því að örva hús­næðis­upp­bygg­ingu utan suðvest­ur­horns lands­ins og bregðast við erfiðu ástandi á hús­næðismarkaði, ekki hvað síst á lands­byggðinni.

„Að und­an­förnu hef­ur sams­kon­ar verk­efn­um verið ýtt úr vör víða á lands­byggðinni og eru fleiri í far­vatn­inu. Eft­ir langvar­andi stöðnun þykir mér afar ánægju­legt að fylgja þeim úr hlaði á hverj­um stað fyr­ir sig. Ég hef lagt ríka áherslu á að hús­næðis­skort­ur standi ekki at­vinnu­upp­bygg­ingu á lands­byggðinni fyr­ir þrif­um og bind von­ir við að þess­ar aðgerðir styrki at­vinnu­líf hring­inn í kring­um landið,“ er haft eft­ir Ásmundi Ein­ari í til­kynn­ingu.