Sögufélag stofnað

Í gær var Sögufélag Hörgársveitar stofnað í Leikhúsinu Möðruvöllum. Tilgangur félagsins er að safna og skrá fróðleik úr sveitarfélaginu og vinna að útgáfu hans. M.a. er gert ráð fyrir að í framtíðinni sjái félagið sjái um útgáfu Heimaslóðar. Það er sögutímarit og árbók svæðisins, sem gefið hefur verið út síðan 1983. Á myndinni eru þeir stofnfélagar sem voru á stofnfundinum. Aðrir sem ekki hafa þegar óskað eftir að gerast stofnfélagar geta orðið það, fram að fyrsta aðalfundi, með því að hafa samband við Árna í Stóra-Dunhaga í síma 866 7501 eða netfanginu dynhagi@isl.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni er fyrsta stjórn félagsins sem kosin var á stofnfundinum, f.v. Árni Arnsteinsson, Seselía Gunnarsdóttir og Guðmundur Víkingsson.