Tómstundaaðstaða

Í gær, á 50 ára afmælishátíð Þelamerkurskóla, var opnuð samverustaður / tómstundaaðstaða fyrir íbúa sveitarfélagsins, núverandi og brottflutta, í því rými skólans sem nefnt hefur verið "kelikompa". Þar mun fólk hittast og eiga góða stund saman, vera í handverki, spila, lesa eða bara spjalla. Þar að auki er þess vænst að starfið muni geta stuðlað að því að þeir eldri leiðbeini á ýmsan hátt nemendum skólans og öfugt.