Minkur drepinn heima við bæ

Davíð Jónsson í Kjarna veiddi mink heima hjá sér, rétt við íbúðarhúsið.

Talið er víst um sé að ræða dýr sem hefur sloppið úr búri í flutningum.

Tilvikið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar en undir hana heyra flutningar á dýrum. Um flutninga rándýra gilda strangar reglur sbr. reglugerð nr. 165/2007 og kann að vera að skaðabótaskylda hvíli á eiganda dýrsins.