Um greiðslur vegna vistunar barns í heimahúsi

Settar hafa verið reglur um greiðslur Hörgársveitar vegna vistunar barns í heimahúsi. Skv. þeim geta foreldrar/forráðamenn barna sótt um greiðslur vegna vistunar ungra barna hjá dagforeldri eða hjá foreldri í heimahúsi.

Sé barn í vistun hjá dagforeldri, skal dagforeldrið hafa fullgilt leyfi til að reka daggæslu barna. Greiðslur geta hafist við 9 mánaða aldur barns, en við 6 mánaða aldur í tilfelli einstæðs foreldris. Greiðslur falla niður þegar barn byrjar í leikskóla, en geta þó ekki staðið lengur en til 18 mánaða aldurs barnsins.

Reglunum er ætlað að leysa af hólmi afgreiðslur sveitarstjórnar á umsóknum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsi og reglur um “barnastyrki” sem giltu í Arnarneshreppi.

Reglurnar í heild má lesa hér.