Hörgársveit hlýtur Orðsporið 2018
06.02.2018
Sveitarfélagið Hörgársveit hlýtur Orðsporið 2018 – hvatningarverðlaun sem eru veitt á Degi leikskólans, 6. febrúar ár hvert. Hörgársveit hlýtur verðlaunin í ár fyrir að vera það sveitarfélag sem státar af hæsta hlutfalli leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna.