Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Hörgársveitar var haldinn 1.júní 2022 og var Axel Grettisson kjörinn oddviti og Ásrún Árnadóttir varaoddviti. Snorri Finnlaugsson var ráðinn áfram sveitarstjóri Hörgársveitar til loka kjörtímabilsins.
Sjá umsögnina meðfylgjandi. Sveitarstjórn hvetur hagsmunaaðila til að senda inn sínar athugasemdir sínar til Skipulagsstofnunar fyrir 16. maí 2022 á skipulag@skipulag.is
Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um nærri fimmtung á nýliðnu ári, sem er vel umfram landsmeðaltal. Tekjurnar hækkuðu um 60 milljónir króna og er ljóst að auknar útsvarstekjur stuðli að enn frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi.
Íbúum Hörgársveitar fjölgaði sömuleiðis verulega umfram landsmeðaltal á árinu.