Samráðsvettvangur atvinnulífs á Norðurlandi eystra

Skráðu þig í samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra
Skráðu þig í samráðsvettvang atvinnulífs á Norðurlandi eystra

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunnar á Norðurlandi eystra (SSNE) vinnur nú að því að koma á fót samráðsvettvangi atvinnulífs á Norðurlandi eystra.
Tilgangur vettvangsins er að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE, jafnframt verður vettvangurinn nýttur til að miðla upplýsingum og tækifærum sem snúa að svæðinu.
Fundirnir verða haldnir í fjarfundi til að jafna aðgengi allra og er stefnt að fyrsta fundi í byrjun apríl.

Öllum er frjáls að skrá sig til leiks hér.

Við hvetjum alla atvinnurekendur og áhugasama til þess að kynna sér þennan vettvang, hann er ætlaður öllum atvinnugreinum allt frá landbúnaði og sjávarútvegi til hátækni iðnaðs og þjónustufyrirtækja og alls þar á milli.

 

Hlekkur á frétt SSNE