Hraun í Öxnadal, Hörgársveit

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 28. nóvember 2025 að vísa skipulagstillögu, vegna nýs deiliskipulags fyrir jörðina Hraun í Öxnadal, í kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið nær yfir um 1,15 ha svæði í landi Hrauns í Öxnadal. Það afmarkast af Öxnadalsá í austri og bæjarhólnum og hans nánasta umhverfi að öðru leyti.

Verkefnið snýr að uppbyggingaráformum, þar sem markmiðið er að heiðra minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar með gerð gestastofu á svæðinu ásamt aðstöðu og að bæta aðkomu og bílastæði á skipulagssvæðinu.

Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins frá 17.12.2025 til 07.01.2026 auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu Hörgársveitar (horgarsveit.is) og á Skipulagsgáttinni undir málsnr. 1386/2024. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 07.01.2026 til að gera athugasemdir við tillöguna á vef Skipulagsgáttar (skipulagsgatt.is).

Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins, Þelamerkurskóla, 6. janúar 2026 frá kl 13-15 og mun skipulags- og byggingarfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillöguna.

Deiliskipulag

Deiliskipulagsuppdráttur

Skipulags- og byggingarfulltrúi