Fréttasafn

Axel áfram oddviti - Snorri ráðinn áfram sveitarstjóri

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Hörgársveitar var haldinn 1.júní 2022 og var Axel Grettisson kjörinn oddviti og Ásrún Árnadóttir varaoddviti. Snorri Finnlaugsson var ráðinn áfram sveitarstjóri Hörgársveitar til loka kjörtímabilsins.

Skýrsla kjörstjórnar vegna kosninga 14. maí 2022

Sjá meðfylgjandi skýrslu kjörstjórnar Hörgársveitar um atkvæðatölur framboðslista og atkvæðatölur frambjóðenda: Sjá meðf. skjali

Umsögn Hörgársveitar vegna umhverfismats Blöndulínu 3

Sjá umsögnina meðfylgjandi. Sveitarstjórn hvetur hagsmunaaðila til að senda inn sínar athugasemdir sínar til Skipulagsstofnunar fyrir 16. maí 2022 á skipulag@skipulag.is

Ársreikningur afgreiddur

Sveitarstjórn Hörgársveitar afgreiddi ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021 á fundi sínum þann 28. apríl 2022.

Sveitarstjórnarkosningar-tveir listar í kjöri í Hörgársveit

Kjörstjórnin í Hörgársveit hefur úrskurðað um framboð til sveitarstjórnarkosninga í Hörgársveit 14. maí 2022. Sjá auglýsingu:

Leikskólinn Álfasteinn, Hörgársveit útboð á framkvæmdum

Sveitarstjórn Hörgársveitar óskar eftir tilboðum í verklegar framkvæmdir við gerð viðbygginga við Leikskólann Álfastein, Hörgársveit. Sjá auglýsingu:

Reglur um styrki vegna varmadælna í Hörgársveit

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 24.febrúar 2022 meðfylgjandi reglur. Sjá reglurnar hér:

Fasteignagjöld 2022

Álagningu fasteignagjalda í Hörgársveit 2022 er lokið og má finna álagningarseðla á island.is

Íbúum fjölgar umfram landsmeðaltal, svo og útsvarstekjur

Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um nærri fimmtung á nýliðnu ári, sem er vel umfram landsmeðaltal. Tekjurnar hækkuðu um 60 milljónir króna og er ljóst að auknar útsvarstekjur stuðli að enn frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi. Íbúum Hörgársveitar fjölgaði sömuleiðis verulega umfram landsmeðaltal á árinu.