Ársreikningur afgreiddur

Sveitarstjórn Hörgársveitar afgreiddi ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021 á fundi sínum þann 28. apríl 2022.

Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 854,3 millj. kr. og rekstrargjöld 788,4 millj. kr. á árinu 2021. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 10,2 millj. kr. 

Heildarrekstrarniðurstaða á árinu varð því jákvæð upp á 55,7 millj. kr.

Eigið fé í árslok er 865 millj. kr. og jókst um 94,1 millj. frá árinu áður.

Veltufé frá rekstri á árinu var 92,5 millj. kr.

Nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 134 millj. kr. og skuldir og skuldbindingar hækkuðu um kr. 57 millj á árinu vegna lántöku til fjárfestinga og eru skuldir í árslok 31,4% af tekjum.

Handbært fé í árslok var 60,7 millj. kr. og jókst um 15,2 millj. kr. milli ára.