Viðhald girðinga

Landeigendur eru hvattir til að sinna viðhaldi girðinga
Greiðslur frá Vegagerðinni fyrir viðhald girðinga meðfram vegum byggjast á tilkynningum frá landeigendum um að árlegu viðhaldi þeirra sé lokið. Láta þarf vita sem fyrst og í síðasta lagi 30. júní 2025 n.k. til skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið horgarsveit@horgarsveit.is.

Viðhald fjallsgirðinga
Landeigendum er bent á að mjög áríðandi er að sinna viðhaldi fjallsgirðinga sem allra fyrst.