Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2023

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Liesel Sigríði Malmquist íbúa í Skógarhlíð 29 umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2023 fyrir fallega lóð. Liesel er jafnframt elsti íbúi Hörgársveitar, hún er fædd árið 1929 og hefur búið í Skógarhlíðinni síðan árið 1997.

Fulltúrar úr sveitarstjórn Hörgársveitar færðu henni verðlaunin fimmtudaginn 24. ágúst.

Með fréttinni fylgja nokkrar myndir af garðinum hennar.

Til hamingju Liesel.