Minningarbekkur vígður

Minningar bekkur, frá visntri Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, Sunna María Jónasdóttir, Ásrún Árna…
Minningar bekkur, frá visntri Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, Sunna María Jónasdóttir, Ásrún Árnadóttir, Axel Grettisson oddviti, Jónas Þór Jónasson og Jón Þór Benediktson

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kom sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra saman í Lónsbakkahverfi og vígðu minningarbekk til heiðurs systkinunum Huldu Benediktsdóttur (f. 1938) og Sigurjóni Benediktssyni (f. 1936). Þau systkinin bjuggu alla sína búskapartíð í Bitrugerði og voru miklir hollvinir sveitarfélagsins. Lónsbakkahverfið er að stórum hluta til byggt úr landi Bitrugerðis og er bekkurinn staðsettur við leiksvæðið í Víðihlíð. Leikvöllurinn ber nú nafnið Bitrugerði í minningu þeirra systkina.