Hörgársveit tekur sitt fyrsta Græna skref
Hörgársveit hefur stigið sitt fyrsta Græna skref af fimm í umhverfisverkefninu Græn skref, sem SSNE heldur utan um. Viðurkenning fyrir árangurinn var afhent í gær þegar verkefnastjóri SSNE heimsótti skrifstofu Hörgársveitar.
Innleiðing Grænu skrefanna hófst á haustmánuðum og lauk fyrsta skrefinu formlega í desember 2025. Í heimsókninni voru jafnframt kynntar kröfur og viðmið næsta skrefs og farið yfir framhaldið með starfsfólki.
Innleiðingin hefur gengið vel og er Hörgársveit þegar komin langt með undirbúning næsta skrefs. Áhersla á gott skipulag, samvinnu starfsfólks og skýr markmið hefur lagt grunn að markvissri vinnu við að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.
Hörgársveit þakkar SSNE fyrir góða samvinnu og stuðning í verkefninu og hlakkar til áframhaldandi innleiðingar Grænu skrefanna.