Hinsegin hátíð í Hörgársveit

Í gær 19. júní tók Hörgársveit þátt í Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra. Það voru málaðar tröppurnar að hluta niður að sundlauginni á Þelamörk. Viðburðurinn tókst vel til, vakti athygli og fjöldi fólks mætti og tók þátt í að mála. Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti.

Verkefnið Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. 

Hinsegin hátíðin stendur nú yfir fram á sunnudag og fjöldi viðburða eftir, á heimasíðu hátíðarinnar má nálgast upplýsingar um þá viðburði:
Viðburðir hátíðarinnar