Um greiðslur vegna vistunar barns í heimahúsi
31.03.2011
Settar hafa verið reglur um greiðslur Hörgársveitar vegna vistunar barns í heimahúsi. Skv. þeim geta foreldrar/forráðamenn barna sótt um greiðslur vegna vistunar ungra barna hjá dagforeldri eða hjá foreldri í heimahúsi. Sé barn í vistun hjá dagforeldri, skal dagforeldrið hafa fullgilt leyfi til að reka daggæslu barna. Greiðslur geta hafist við 9 mánaða aldur barns, en við 6 mánaða aldur í ti...