Sumardvöl fyrir eldri borgara

Möðruvallasókn hefur ákveðið að standa fyrir sumardvöl fyrir eldri borgara í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn dagana 27. júní-1. júlí í sumar.  Sóknin tekur sumarbúðirnar á leigu þennan tíma svo þátttakendur þurfa aðeins að borga fæðiskostnað sem er 20.000 kr. fyrir manninn allan tímann. Ekið verður á einkabílum austur, en ferðin tekur um klukkutíma.   

Sr. Solveig Lára og sr. Gylfi, presthjón á Möðruvöllum, sjá um dagskrána á meðan dvölinni stendur, en einnig er von á góðum gestum.  Dagskráin verður fjölbreytt m.a. helgistundir, fræðsluerindi, ljóðalestur og mikill söngur.

Þau sem áhuga hafa á þessari dvöl eru vinsamlegast beðin um að skrá sig í síma prestssetursins 462 1963 eða á netfangið srslara@ismennt.is